Cart

Nautakjöt beint frá býli

Árroðinn ehf er eigandi vörumerkisins Nautakjot.is. Það er félag sem Einar Örn Aðalsteinsson og Aðalsteinn Hallgrímsson bóndi stofnuðu  til að halda utan um sölu á því nautakjöti sem framleitt er að Garði Eyjafjarðarsveit.

Tilgangur félagsins er að framleiða og vinna nautakjötið okkar heim á bæ og selja  beint til neytenda. Þar með teljum við okkur vera að svara aukinni eftirspurn eftir vörum þar sem uppruni og gæði eru tryggð.

Starfsleyfi var gefið út á heilsárs kjötvinnslu að Garði í Október árið 2012 og við það hófst sala á okkar nautakjöti beint til neytenda. Nýjungin sem við bjóðum uppá í verslun á nautakjöti beint frá bónda eru okkar 10kg pakkar ásamt því að geta valið algjörlega sinn eigin pakka. Neyslumynstur Íslendinga hefur breyst mikið og töldum við að með minni magninnkaupum gætum við gefið fleiri kost á því að versla nautakjöt beint frá býli.

Sala á okkar vörum fer fram á þessari síðu en einnig á kaffi kú sem er kaffihús staðsett á fjósloftinu að Garði. Þar getur fólk komið fengið sér kaffisopa um leið og það situr og horfir yfir fjósið þar sem um 110 mjólkandi kýr og um 130 kálfar eru, fræðst um búið, séð hvernig við gerum hlutina og náð sér í kjöt.  Á kaffi kú er kælir þar sem steikur og gúllas eru en hakk og hamborgarar eru í frystikistunni.  Einnig sendum við um allt land með bíl hjá landflutningum ýmist frosið eða ferskt.

Við bjóðum uppá ungnautakjöt af gripum sem eru 20-24 mánaða við slátrun af íslenska nautgripakyninu.Nautin eru alin á mjólk fyrstu 80 dagana ásamt frjálsum aðgangi að heyi, kjarnfóðri og vatni. Eftir það eru þeir aldir á heyi og frjálsum aðgangi að Maski sem er korn sem fellur til við bruggun á bjór hjá Vífilfelli á Akureyri.

 

Nautakjöt.is

Ároðinn ehf

Garði

601 Akureyri

Sími 8673826

Erum líka á facebook

Log in

Cart